Færsluflokkur: Íþróttir

Litlu krílin

Jæja þá... en sem áður er líf mitt fullkomið og ég er farin að vinna á Rauðhól á grænu deildinni. Er með krakkana í jóga og svo leikum við okkur allan daginn. Hvað er skemmtilegra en það. Ég er búin að vera kenna krökkunum á deildinni minni jóga og það gengur vonum framar, þau eru farin að byðja mig að koma í leikin(þau halda að jóga sé leikur) hihihi... og við gerum jóga á hverjum degi sem ég hef komist í vinnu, en sonurinn var að fá dagmömmu, sem var ekki alveg hlaupið að þannig að það er búið að ver langur aðdragandi að byrja að vinna. En þetta er allt að smella saman.

frábær dagur

það er sól og blíða úti og mistur yfir öllu hérna uppí sveit, og það var gaman að fara út að labba og sjá hvað allt var flott í þessu dularfulla veðri.

það gengur svo vel að vera bíllaus að ég er farin að hjóla á hverjum degi, í gær fór ég niður í Ármúla og það var ekki hægt að hjóla á gangstéttinni fyrir bílum. Það er nú bara dónaskapur að leggja uppá gangstétt. En svo fórum við uppí breiðholt og lentum í alls konar veðri á leiðinni, rigningu roki og svo hita og blíðu. Það er svo gott að vera úti að hjóla.

 

Ég byrjaði morguninn á jóga með Ragnari sem er 10 mánaða og honum finnst svo gaman þegar ég er að gera æfingarnar mínar, hann fylgist vel með. Ef að hann á ekki eftir að vera aktífur eins og mamma og pabbi þá veit ég ekki hvað. Það irði allavegana mjög skrítið, honum finnst nefnilega svo gaman í hjóla vagninum sínum og er alltaf að syngja á leiðinni. Mjög sætt:)

ljós og friður 


Spennandi ný námskeið að byrja

Jóga námskeið að byrja 9.október. Fyrir byrjendur og lengra komna.

 

Fleirri upplýsingar í gegnum tölvupóst : agustakj@gmail.com

 

om

Ágústa 


Við hefðum átt að vera búin að selja bílin fyrir löngu..

Mér hefur sjaldan liðið betur en eftir að við losuðum okkur við bílinn. Og fórum að nota reiðhjólin eingöngu. Dagurinn flýgur áfram, eins og í gær þurfti ég að fara í bankann. Það tók mig ca. hálftíma að hjóla þangað, ég fór niður Elliða dalinn. 

Æðisleg útivera. Svo ákváðum við að fara að kíkja á Pésa og það tók annan hálftíma.

Svo þegar við fórum heim fundum nýja leið og vorum búin að fara æðislegan hring.

Niður Elliða dalinn, uppí breiðholt og svo aftur dalinn yfir í höfðann. Þaðan uppí sveit fram hjá Rauðavatni.

Það var alls konar veður á leiðinni, rigning og rok. Sól og logn, og svo brjálaður vindur að stýrið var út um allt og ég þurfti að hafa mig alla við að halda því. Good times:) 


Seldum bílinn

Jæja núna erum við fjölskyldan búin að selja bílinn okkar. Og núna notum við bara reiðhjólin okkar.

Þvílíkt frelsi að fá að nota tíman að fara á milli staða, í að fá frískt loft og bæta heilsuna.

P5063880Ragnar sonur okkar er líka heldur betur ánægður með þetta framtak hjá foreldrunum, og er hæst ánægður í vagninum aftan á hjólinu. 


nýtt námskeið að byrja

jóga fyrir alla, námskeið að byrja í Sporthúsinu

hádegistímar klukkan 12:05-13:00

námskeiðið byrjar þriðjudaginn 9.okt 


Þvílík orka í morgun

Ég vaknaði klukkan sjö eins og vanalega og gerði morgun æfingarnar. Eldaði svo hafragraut fyrir mig og Ragnar,hann var ekki mjög spenntur fyrir grautnum í morgun. Fór mikið af grautnum á gólfið.

Svo var komin tími til að vekja pabba og við Ragnar hentum okkur uppí hjóna rúm og gerðum pabba samloku, sem virkaði heldur betur og allir skemmtu sér konunglega, pabbi var fljótur að taka sig til fyrir vinnuna og hjólaði af stað.

Þá var komin tími fyrir lila að fara að sofa, þannig ég pakkaði honum í vagninn og fór út að labba og gerði öndunar æfingar í leiðinni sem ég lærði í gær, þegar ég var að lesa YOGA HOLISTIC PRATICE MANUAL með YOGA SHANTI DESAI. Sem ég er að fara hitta eftir nokkra daga, ég er svo spent en ég er að fara klára læra jóga kennarann og Yoga Shanti kemur frá AMERÍKU og kennir okkur á Snæfelsnesi á Hótel Hellnum. Þetta veður stíft prógramm, en seinast þegar ég fór að læra var strákurinn minn 3 mánaða og í öllum pásunum mínu var ég að gefa honum að borða þar sem hann var eingöngu á brjósti. En núna fer ég ein. Þetta verður þá hálfpartinn frí líka fyrir migGrin

ég er alveg að fara rústa fjölskyldu megrunar keppnina 


Frábær árangur í dag

raggi litli 121Ragnar Örn 9 mánaða gamli strákurinn minn heldur mér heldur betur við efnið. Hann fer orðið um allt og í dag fór ég  frá  í eina sec. og hann  var komin  upp í körfuna á vagninum sínum.  Ég  setti vagninn fyrir skúffurnar svo að hann myndi ekki klemma sig.

 

Ég fæ því næga hreyfingu á daginn með honum. Við byrjum klukkan 07:00 á morgnana og erum stanslaust að til 19:00 á kvöldin.  Um fjögur leitið í dag var ég orðin svo þreytt að hlaupa á eftir honum að ég fór út að labba með hann í hlaupa kerrunni sinni. Mig langaði að taka mér frí frá hlaupunum og ætlaði bara að labba. Við héldum af stað og vorum komin á göngustíg umkringd fallegri náttúru þegar það byrjaði að rigna gríðarlega.  Þar sem það er ekkert skyggni á hlaupa kerrunni og hvorugt okkar klætt fyrir rigninguna þurfti ég að spretta heim.

Mataræðið er líka mjög gott hjá mér þessa dagana, ég ætla heldur betur að vinna þetta átak hjá okkur systrunum og mömmu. 

 

 


 


átak í fjölskyldunni

jæja núna erum við systurnar og mamma byrjaðar í átaki og það er 40.000 kr. pottur í boði,

ég ætla að vinna þetta átak pottþétt þar sem ég þarf að losa mig við mest eftir að ég átti Ragnar, ég er meira segja búin að ákveða hvað ég ætla að nota peninginn í....kaupa mér föt þar sem ég verð orðin alger beiba.

en við erum allar búnar að setja okkur markmið og það er mikil keppni í gangi,mörg kíló eiga að fá að fjúka út í veður og vind og svo viktum við okkur 8.des. þegar Ragnar sonur minn á afmæli. 

Það er gott að hafa stuðning þegar maður er í átaki, en þetta byrjar mjög vel hjá mér. Ég geri alltaf jóga á morgnana og fer svo út að labba með Ragnar til að svæfa hann og kenni 3svar í viku jóga.

om 

Ágústa 

 

 

 

 


opnir tímar í Sporthúsinu

Sporthúsið er með opna jóga tíma á föstudögum klukkan 18:45-19:30

Gott að enda vinnu vikuna á að gera jóga æfingar og slökun og vera endurnærð fyrir helgina.

Frábær tími sem engin ætti að missa afSmile

 


Næsta síða »

Um bloggið

Ágústa Kolbrún Jónsdóttir

Höfundur

Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
jóga kennari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P5063880
  • P5063880
  • raggi litli 121
  • ...gahraun0009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband