19.9.2007 | 21:02
Frábær árangur í dag
Ég fæ því næga hreyfingu á daginn með honum. Við byrjum klukkan 07:00 á morgnana og erum stanslaust að til 19:00 á kvöldin. Um fjögur leitið í dag var ég orðin svo þreytt að hlaupa á eftir honum að ég fór út að labba með hann í hlaupa kerrunni sinni. Mig langaði að taka mér frí frá hlaupunum og ætlaði bara að labba. Við héldum af stað og vorum komin á göngustíg umkringd fallegri náttúru þegar það byrjaði að rigna gríðarlega. Þar sem það er ekkert skyggni á hlaupa kerrunni og hvorugt okkar klætt fyrir rigninguna þurfti ég að spretta heim.
Mataræðið er líka mjög gott hjá mér þessa dagana, ég ætla heldur betur að vinna þetta átak hjá okkur systrunum og mömmu.
Um bloggið
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.