20.9.2007 | 09:39
Þvílík orka í morgun
Ég vaknaði klukkan sjö eins og vanalega og gerði morgun æfingarnar. Eldaði svo hafragraut fyrir mig og Ragnar,hann var ekki mjög spenntur fyrir grautnum í morgun. Fór mikið af grautnum á gólfið.
Svo var komin tími til að vekja pabba og við Ragnar hentum okkur uppí hjóna rúm og gerðum pabba samloku, sem virkaði heldur betur og allir skemmtu sér konunglega, pabbi var fljótur að taka sig til fyrir vinnuna og hjólaði af stað.
Þá var komin tími fyrir lila að fara að sofa, þannig ég pakkaði honum í vagninn og fór út að labba og gerði öndunar æfingar í leiðinni sem ég lærði í gær, þegar ég var að lesa YOGA HOLISTIC PRATICE MANUAL með YOGA SHANTI DESAI. Sem ég er að fara hitta eftir nokkra daga, ég er svo spent en ég er að fara klára læra jóga kennarann og Yoga Shanti kemur frá AMERÍKU og kennir okkur á Snæfelsnesi á Hótel Hellnum. Þetta veður stíft prógramm, en seinast þegar ég fór að læra var strákurinn minn 3 mánaða og í öllum pásunum mínu var ég að gefa honum að borða þar sem hann var eingöngu á brjósti. En núna fer ég ein. Þetta verður þá hálfpartinn frí líka fyrir mig
ég er alveg að fara rústa fjölskyldu megrunar keppnina
Um bloggið
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.