11.10.2007 | 11:19
frábær dagur
það er sól og blíða úti og mistur yfir öllu hérna uppí sveit, og það var gaman að fara út að labba og sjá hvað allt var flott í þessu dularfulla veðri.
það gengur svo vel að vera bíllaus að ég er farin að hjóla á hverjum degi, í gær fór ég niður í Ármúla og það var ekki hægt að hjóla á gangstéttinni fyrir bílum. Það er nú bara dónaskapur að leggja uppá gangstétt. En svo fórum við uppí breiðholt og lentum í alls konar veðri á leiðinni, rigningu roki og svo hita og blíðu. Það er svo gott að vera úti að hjóla.
Ég byrjaði morguninn á jóga með Ragnari sem er 10 mánaða og honum finnst svo gaman þegar ég er að gera æfingarnar mínar, hann fylgist vel með. Ef að hann á ekki eftir að vera aktífur eins og mamma og pabbi þá veit ég ekki hvað. Það irði allavegana mjög skrítið, honum finnst nefnilega svo gaman í hjóla vagninum sínum og er alltaf að syngja á leiðinni. Mjög sætt:)
ljós og friður
Um bloggið
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.