10.9.2007 | 20:12
Af hverju gerum við yfirleit eitthvað ?
Af hverju gerum við það sem við gerum dags daglega ?
Af hverju tölum við saman ?
Af hverju borðum við ?
Af hverju vinnum við ?
Af hverju elskum við?
og af hverju hreyfum við okkur?
ég tel að aðal ástæðan fyrir að við gerum eitthvað,er til að láta okkur líða vel,
og við eigum yfirleit mjög auðvelt með að láta okkur líða illa,
fólk í kringum mig er alltaf að tala um hvernig við tölum við okkur,notum ekki nógu góð orð til að tala við okkur,og að þetta er dæmigerð setning sem við notum til að tala við okkur,,ég er alger hálviti ooo.. ég er svo vitlaus og feit ég er alltof mikið svona og hinsegin,,
þegar ég fatta að ég er að rakka sjálfan mig niður hætti ég því strax og syng í staðin og það er búið að gera undraverk,hvað þá að syngja upphátt,þó að ég sé mjög fölsk þá er maður allur á staðnum og hugin alveg upptekin og getur ekki líka verið að baktala mig.
en ástæðan fyrir að við gerum yfirleit eitthvað er til að láta okkur líða vel,
hvort sem það er að hreyfa sig,þá líður okkur vel bæði er adrenalínið hjá okkur á fullu og svo erum við að bæta líkamann og heilsuna.
tala saman,hvort sem að við erum að koma með gleðifréttir eða að okkur líður ekki alltof vel þá ræðum við málin til að lengja gleðifréttirnar eða vonumst til að hinn aðilinn segði eitthvað til að láta okkur líða betur,
látum okkur líða vel í dag án þess að hafa neina ástæðu,verum bara súper jákvæð og brosum:)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 17:43
Jóga fyrir heilsuna
Af hverju Jóga?
fyrir mér var það alveg augljóst hvers vegna ég valdi jóga,
ég fór í fyrsta tíman minn í New York City og það var kyrrðin og róin sem mér fannst algert æði
ég man eftir að vera smá pirruð í fyrsta tímanum mínum,enda er jóga tilfinningalosandi,en ástæðan var að mig langaði að gera meira en ég gat og vera orðin betri STRAX.
en Jóga fyrir mér hefur hjálpað mér að slaka á þegar allt í kringum mig er í ójafnvægi finn ég alltaf mikið jafnvægi í jóga,það er góð líkamsæfing og fyrir sálina,segja má að það styrkir bæði,
svo er það slöknunin en það eru svo margir sem gleyma henni,meðal annars ég,þegar ég var með minn eigin rekstur var ég alltaf að vinna og gleymdi oft að slaka á,þangað til að ég varð veik og líkaminn neitaði að halda áfram og yfirleit komst ég ekki fram úr rúmi í nokkra daga,
það er orðið mjög langt síðan að ég var veik seinast,en áður fyrr var ég veik einu sinni í mánuði,
ég er farin að hlusta betur á líkamann og gera bara það sem hann er að biðja um,ef hann er svangur gef ég honum að borða og ef hann er þreyttur fer ég að sofa, sama hvað klukkan er
jæja er að fara að kenna
þangað til næst,blessuð
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2007 | 20:41
4vikna almennt námskeið
Jóga fyrir þá sem hafa eitthvað iðkað jóga.
byrjar 4.september
þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 12:10-13:15
verð 12.900,-
skráning í síma 897-8025 eða með tölvupósti agustakj@gmail.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 20:36
Jóganámskeið fyrir byrjendur
nú er að hefjast 4.vikna byrjendanámskeið í Sporthúsinu. Byrjar 3.september
mánudaga og miðvikudaga frá 12:10-13:00
verð 12.900,-
hægt er að skrá sig á tvennan hátt.Símleiðis 897-8025 eða með tölvupósti agustakj@gmail.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 00:47
jóga námskeið að byrja í sporthúsinu
Jóganámskeið í Sporthúsinu
Hatha jóga er forn-indverskt jóga afbrigði. Æfingarnar eru bæði andlegar og líkamlegar. Segja má að æfingarnar sameini líkamlegar stellingar og öndunarstjórn sem neyða hugann til þess draga sig út úr daglegu amstri. Þessi samblanda eykur líkamsstyrk, liðleika, þol og einbeitingu.
Tímarnir skiptast í þrennt. Upphitun, styrkingu og slökun. Upphitunin er mjög mikilvægur þáttur í hverjum jóga tíma til að koma líkamanum í rétt ástand. Því næst gerum við æfingar fyrir alla vöðvahópa sem taka hvern vöðva fyrir sig og efla hann og styrkja. Æfingarnar auka einnig skilvirkni allra helstu líffæra og auka kviðstyrk.
Hatha jóga kemur jafnavægi á huga og sál. Með öndunar æfingum fær líkaminn meira súrefni sem kemur aukinni reglu á orkubúskapinn.
Slökunin eftir tímann er nauðsynleg til að hægja á huganum. Í reynd má líkja henni við kælikerfi í bíl. Rétt eins og það tryggir rétt hitastig og jafnvægi á bílvélinni er slökunin okkur nauðsynleg. Hún tryggir að við göngum ekki fram af okkur og getum haldið ótrauð áfram.
Byrjaðu strax að gera vel við þig og kynntu þér Jóga undir öruggri handleiðslu lærðrar fagmanneskju.
4 vikna byrjendanámskeið: byrjar mánudag 3.september
Mánudaga og miðvikudaga klukkan 12:10-13-00
Verð 12.900
4 vikna almennt námskeið: byrjar þriðjudag 4.september
Þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 12:10-13:15
Verð 12.900
Skráning í síma 897-8025 eða með tölvupósti á netfang agustakj@gmail.com
Íþróttir | Breytt 29.8.2007 kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar